Tólf sækja um stöðu ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sem skipað verður í frá og með 1. janúar 2008. Gert er ráð fyrir að þá taki gildi lög um sameiningu ráðuneytanna.
Umsækjendur eru:
Arndís Ármann Steinþórsdóttir, skrifstofustjóri
Baldur P. Erlingsson, deildarstjóri
Belinda Theriault, fyrrverandi forstöðumaður
Einar Gunnarsson, starfsmannastjóri
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, bifreiðastjóri
Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri
Kristinn Hugason, stjórnsýslufræðingur
Maríanna H. Helgadóttir, framkvæmdastjóri
Róbert Trausti Árnason, ráðgjafi
Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri
Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri
Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri.