Mikill viðbúnaður var í kvöld hjá lögreglu og björgunarsveitum við smábátahöfnina í Grófinni í Reykjanesbæ í kvöld en útkall barst þess efnis að maður hefði hrapað fram af Berginu og lent í sjónum. Í ljós kom hins vegar að 16 ára piltur hafði hrasað tvo til þrjá metra í brattri skriðu og slapp án teljandi meiðsla.
Pilturinn komst upp úr fjörunni af sjálfsdáðun og voru björgunarsveitarmenn sendir heim í kjölfarið, að því er kemur fram á fréttavef Víkurfrétta.