Vilja Jens burt sem yfirlækni lýtalækningadeildar

"Jens Kjartansson lýtalæknir hefur ekki lengur óflekkað mannorð í skilningi þeirra krafna sem gerðar eru til yfirlæknis á LSH." Þetta segir í bréfi undirrituðu af velunnurum LSH sem sent hefur verið forstjórum Landspítalans, heilbrigðisráðherra, landlækni, siðanefnd lækna og Læknafélagi Íslands.

Minnt er á að Jens hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember í fyrra fengið alvarlegan dóm fyrir að vera ásamt Valdimar Hansen valdur að varanlegu heilsutjóni og 65 prósenta örorku heilbrigðs einstaklings sem kom til hans í brjóstastækkunaraðgerð.

Segir í bréfinu að augljóst megi vera af þeirri ákvörðun Jens og Valdimars að greiða skaðabæturnar að fullu og áfrýja ekki að þeir telji sig ekki hafa neitt til frekari varna í málinu. Velunnarar Landspítalans, sem ekki skrifa undir með nafni, segja það á ábyrgð Jens og stjórnenda sjúkrahússins að hann láti af störfum sem yfirlæknir lýtalækningadeildar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert