Yfirlýsing stjórnarformanns OR: Túlkun Júlíusar Vífils fráleit

Það er frá­leit túlk­un á samþykkt stjórn­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur frá í gær að stjórn fyr­ir­tæk­is­ins hygg­ist hefja sjálf­stæða rann­sókn á mál­efn­um Reykja­vik Energy In­vest, svo sem haft var eft­ir ein­um stjórn­ar­manna í kvöld­frétt­um út­varps, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Bryn­dísi Hlöðvers­dótt­ur, stjórn­ar­for­manni Orku­veitu Reykja­vík­ur.

„Stjórn­in fól for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins að út­vega gögn varðandi REI í þeim til­gangi að stjórn­ar­menn, sem flest­ir hafa ný­tekið sæti í stjórn­inni, gætu kynnt sér málið og for­sögu þess frá fyrstu hendi,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Þá fái stjórn OR yf­ir­sýn yfir þau gögn, sem stjórn­in samþykkti að af­hent yrðu starfs­hópi Reykja­vík­ur­borg­ar um mál­efni REI.

„Það má öll­um stjórn­ar­mönn­um vera ljóst að ekki er um að ræða að stjórn­in ráðist í sjálf­stæða rann­sókn á mál­inu, enda væru slík vinnu­brögð alls ekki í takti við það, að full­trú­ar allra flokka í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur – í meiri­hluta sem minni­hluta – eiga aðild að starfs­hópn­um.“

„Könn­un á mál­efn­um tengd­um samruna REI og Geys­is Green Energy fer fram á vett­vangi starfs­hóps Reykja­vík­ur­borg­ar og er í fullu sam­ráði og í góðu sam­starfi við stjórn fyr­ir­tæk­is­ins.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert