Samkvæmt nýjustu tölum frá Capacent neyta um 3700 Íslendingar munntóbaks daglega hvort sem það er hið ólöglega snus eða hið löglega íslenska neftóbak. Í nýju átaki Lýðheilsustöðvar er reynt að sporna við útbreiðslu munntóbaks segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri í tóbaksvörnum hjá Lýðheilsustöð.
„Ástæða átaksins er sú að við höfum séð í svolítinn tíma aukna neyslu á munntóbaki," segir Viðar.
Að sögn hans er markhópurinn fyrst og fremst ungir karlmenn á aldrinum 18 til 34 ára en 7,2% þess aldurshóps nota munntóbak.