Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að fái hann frumvarp um frjálsa sölu á léttvíni og bjór í verslunum til umsagnar frá Alþingi, sé ljóst að hann muni með vísan til stefnu þjóðkirkjunnar í vímuvarnamálum, benda á að frumvarpið gangi þvert á forvarnastarf kirkjunnar og annarra aðila, og muni auka enn á vanda samfélagsins.
Þetta kom fram í fyrirspurnatíma biskups á Kirkjuþingi í dag í svari við spurningu frá Huldu Guðmundsdóttur.
Hefðbundin þingstörf eru nú á Kirkjuþingi. Búist var við, að tvær tillögur, sem lúta að aðkomu kirkjunnar að staðfestri samvist, yrðu afgreiddar úr nefnd og jafnvel teknar til umræðu að nýju á þinginu í dag en nú er ljóst að það verður ekki.