Lögreglan: Ótrúlegt að ekki skyldi verða stórslys

„Bíll­inn tætt­ist yfir stórt svæði og ótrú­legt að ekki skyldi verða stór­slys þarna," sagði varðstjóri lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Vél­in mun hafa þeyst úr bíl sem valt eft­ir að hafa verið ekið á mikl­um hraða á norður­leið eft­ir Kringlu­mýr­ar­braut í Reykja­vík á ell­efta tím­an­um í gær­kvöldi. Bíll­inn sem var af BMW gerð hrein­lega tætt­ist í sund­ur og hjóla­stell rifnaði und­an hon­um er hann valt. Kringlu­mýr­ar­braut var lokuð í um tvo tíma.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni mun ökumaður­inn hafa misst stjórn á bíl sín­um, farið upp á um­ferðareyju og bíll­inn oltið. Bíll­inn tætt­ist í sund­ur og endaði á ljósastaur sem féll yfir göt­una. Brak dreifðist á um 200 metra kafla um göt­una.

Ökumaður og farþegi voru flutt­ir á slysa­deild Borg­ar­spít­al­ans en eft­ir at­hug­un fékk ökumaður að fara heim ómeidd­ur en farþegi hans dvel­ur þar nú til frek­ari rann­sókna en er ekki al­var­lega slasaður.

Ökumaður­inn mun vera um tví­tugt og að sögn lög­reglu er hann grunaður um ofsa­akst­ur og hef­ur verið svipt­ur öku­rétt­ind­um ævi­langt.

Málið fer í rann­sókn inn­an skamms en fjöldi vitna er að slys­inu og einn bíll sem kom úr gagn­stæðri átt er óöku­fær eft­ir að hafa fengið á sig brak úr bíln­um sem olli slys­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka