Rækjuverksmiðjan fær nafnið Kampi

Rækjuverksmiðjan á Ísafirði hefur fengið nafnið Kampi.
Rækjuverksmiðjan á Ísafirði hefur fengið nafnið Kampi. mynd/bb.is

Rækju­verk­smiðjan sem hóf rekst­ur fyr­ir skömmu í hús­næði Miðfells á Ísaf­irði hef­ur fengið nafnið Kampi. Kampi er fimmta nafnið sem rekst­ur í hús­næðinu fær á 70 árum. Fyrst var þar O.N. Ol­sen, þá Bjart­mar, Bása­fell, Miðfell og nú Kampi. Jón Guðbjarts­son, einn eig­enda Kampa, seg­ir nafnið ekki hafa verið fyrsta kost­inn í stöðunni, en öll nöfn sem væn­leg þóttu, virðast frá­tek­in í fyr­ir­tækja­skrá.

„Þegar Norðmenn hófu rækju­veiðar kölluðu þeir rækj­una kampa og í kjöl­farið, árið 1936, stofnuðu O.G. Syre og Simon Ol­sen rækju­verk­smiðju í Neðsta­kaupstað á Ísaf­irði sem hét Kampa-Lampi. Það var vegna þess að ís­lensk­ur líf­fræðing­ur vildi meina að það væri ljós fram­an á rækj­unni, og var hún því kölluð Kamba-Lambi. Ann­ars reynd­ist þetta okk­ur mjög erfitt að finna nafn, það virt­ust öll nöfn í fy­ritækja­skrá upp­tek­in. En við erum sátt­ir við þetta,“ sagði Jón.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka