Rækjuverksmiðjan fær nafnið Kampi

Rækjuverksmiðjan á Ísafirði hefur fengið nafnið Kampi.
Rækjuverksmiðjan á Ísafirði hefur fengið nafnið Kampi. mynd/bb.is

Rækjuverksmiðjan sem hóf rekstur fyrir skömmu í húsnæði Miðfells á Ísafirði hefur fengið nafnið Kampi. Kampi er fimmta nafnið sem rekstur í húsnæðinu fær á 70 árum. Fyrst var þar O.N. Olsen, þá Bjartmar, Básafell, Miðfell og nú Kampi. Jón Guðbjartsson, einn eigenda Kampa, segir nafnið ekki hafa verið fyrsta kostinn í stöðunni, en öll nöfn sem vænleg þóttu, virðast frátekin í fyrirtækjaskrá.

„Þegar Norðmenn hófu rækjuveiðar kölluðu þeir rækjuna kampa og í kjölfarið, árið 1936, stofnuðu O.G. Syre og Simon Olsen rækjuverksmiðju í Neðstakaupstað á Ísafirði sem hét Kampa-Lampi. Það var vegna þess að íslenskur líffræðingur vildi meina að það væri ljós framan á rækjunni, og var hún því kölluð Kamba-Lambi. Annars reyndist þetta okkur mjög erfitt að finna nafn, það virtust öll nöfn í fyritækjaskrá upptekin. En við erum sáttir við þetta,“ sagði Jón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert