Unga kynslóðin íhaldsöm og bakslag komið í valdahlutfall kynjanna

00:00
00:00

Í dag er Kvenna­frí­dag­ur­inn og stend­ur Femín­ista­fé­lag Íslands fyr­ir femín­ista­viku í tengsl­um við þenn­an dag. Í dag mun Jafn­rétt­is­ráð veita sína ár­legu viður­kenn­ingu á Hilt­on Reykja­vík Nordica hót­el­inu klukk­an þrjú og sömu­leiðis mun Jafn­rétt­is­sjóður út­hluta styrkj­um til rann­sókna á sviði jafn­rétt­is­mála.

Tvær ráðstefn­ur um jafn­rétt­is­mál verða haldn­ar í dag. Ráðstefn­an, Erum við hrædd við jafn­rétti? fer fram í ráðstefnu­sal Keil­is á Kefla­vík­ur­flug­velli, Jafn­rétti og skóli, sem jafn­rétt­is­nefnd Kenn­ara­há­skól­ans stend­ur fyr­ir og fer fram í Skriðu, fyr­ir­lestra­sal KHÍ. Í kvöld verður svo kvenn­as(t)und í Vest­ur­bæj­ar­laug­inni, þar sem ÍTR býður kon­um ókeyp­is í sund og sturtu­söng milli 19 og 22.

Á morg­un stend­ur Rann­sókna­stofa í kvenna- og kynja­fræðum við Há­skóla Íslands fyr­ir há­deg­israbbi um Dor­is Less­ing, nýbakaðan nó­bels­verðlauna­hafa í bók­mennt­um. Það er Sig­fríður Gunn­laugs­dótt­ir, bók­mennta­fræðing­ur, sem held­ur er­indið sem hún kall­ar “Að hafa tögl­in og hagld­irn­ar: Dor­is Less­ing og femín­ism­inn”.

Er­indið verður haldið í fyr­ir­lestra­sal Þjóðar­bók­hlöðunn­ar kl. 12-13.

Síðar sama dag stend­ur jafn­rétt­is­nefnd Kópa­vogs fyr­ir málþingi um kon­ur í sveit­ar­stjórn­um, í til­efni af því að nú eru 50 ár liðin frá því að fyrsta kon­an varð sveit­ar­stjóri á Íslandi, en það var Hulda Jak­obs­dótt­ir sem var bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi. Málþingið heit­ir “Ég þori get og vil!” og fer fram á neðri hæð Gerðarsafns í Kópa­vogi.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Femín­ista­fé­lagi Íslands seg­ir að á föstu­dags­morg­un­inn hafi staðið til að hafa fund með hand­höf­um bleiku stein­anna, en þeir eru hvatn­ing­ar­verðlaun Femín­ista­fé­lags­ins. Hand­haf­ar bleiku stein­anna í ár eru þing­menn norðvest­ur­kjör­dæm­is, en þegar verðlaun­in voru af­hent sat eng­in kona á þingi fyr­ir kjör­dæmið. Vegna kjör­dæm­a­viku hjá Alþingi verður að fresta þess­um fundi um viku þannig að hann verður hald­inn föstu­dag­inn 2. nóv­em­ber.

Á laug­ar­dag, 27. októ­ber lýk­ur Femín­ista­vik­unni. Þá stend­ur Femín­ista­fé­lagið fyr­ir ráðstefn­unni “Kyn­laus og lit­blind? Sam­ræða um marg­breyti­leika”. Þar kem­ur sam­an fólk úr ýms­um átt­um, sem á það sam­eig­in­legt að vera virkt í ein­hvers kon­ar jafn­rétt­is­bar­áttu, hvort sem er út frá kyni, kyn­hneigð, upp­runa, fötl­un, eða öðru.

Ráðstefn­an er hald­in í til­efni af Evr­ópu­ári jafnra tæki­færa með styrk frá fé­lags­málaráðuneyt­inu. Þarna gefst tæki­færi til að hitta fólk, sem hef­ur áhuga á rétt­lát­ara sam­fé­lagi.

Um kvöldið verður svo femín­ista­teiti á efri hæð Café Vikt­ors, þar sem femín­ist­ar eru hvatt­ir til að stíga á stokk og láta í sér heyra.

fem­in­ist­inn.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert