Velferðarráð leggur áherslu á aukin lífsgæði borgarbúa

Á fyrsta fundi nýs velferðarráðs Reykjavíkurborgar í dag kom fram að nýr meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og F-lista leggi áherslu á það í áætlun fyrir starfsárið 2008, að þjónusta við íbúa Reykjavíkur stuðli að auknum lífsgæðum borgarbúa.

Til að það megi takast verði markvisst unnið gegn fátækt og öðrum félagslegum aðstæðum, sem torveldi fólki að njóta lífsins með reisn.

Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi, er formaður Velferðarráðs en varaformaður var í dag kosinn Friðrik Dagur Arnarson, VG.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka