Vörugjöld, stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld afnumin

Vöru­gjöld, stimp­il­gjöld og upp­greiðslu­gjöld verða af­num­in á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins, að því er fram kom á blaðamanna­fundi sem Björg­vin G. Sig­urðsson, viðskiptaráðherra, boðaði til í dag.

Á fund­in­um kynnti ráðherr­ann nýja sókn í neyt­enda­mál­um og sagði ráðuneytið myndu vinna að því á kjör­tíma­bil­inu að stuðla að góðum viðskipta­hátt­um í ís­lensku sam­fé­lagi og því hefði verið ákveðið að hrinda af stað heild­ar­stefnu­mót­un á sviði neyt­enda­mála. Meðal ann­ars stend­ur til að setja lög um greiðsluaðlög­un til að skapa leið til að létta óyf­ir­stíg­an­lega skulda­byrði fólks án þess að til gjaldþrots komið.

Björg­vin sagði að fyrsti áfangi vinn­un­ar væri haf­inn en í hon­um felst að há­skóla­stofn­un­um hef­ur verið falið að vinna ít­ar­lega rann­sókn á stöðu neyt­enda­mála. „Mark­miðið er að skapa rétt­ind­um og hags­mun­um neyt­enda verðugri sess í sam­fé­lag­inu, vinnna gegn háu verðlagi á Íslandi á Íslandi sem marg­ir kalla fákeppni [og] okur á sum­um sviðum. Við ætl­um að vinna gegn háu verðlagi, auðvelda al­menn­ingi að tak­ast á við breytta versl­un­ar­hætti, styrkja og auka vit­und neyt­enda um sinn rétt," sagði Björg­vin.

Hann benti á að á hinum Norður­lönd­un­um hefðu hefðu neyt­enda­mál stór­an sess og vit­und neyt­enda væri sterk, „Það er erfitt til dæm­is að okra á Dön­um. Fólk er mjög meðvitað um þessi mál," sagði ráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert