Mjög mikið vatnsveður hefur verið á Fáskrúðsfirði í dag samhliða hvassviðri og hefur vindhraði farið í allt að 39 metra á sekúndu í hviðum. Um klukkan 14 var björgunarsveitin Geisli kölluð út til aðstoðar en þá voru svokölluð Hilmishús að byrja að fjúka við höfnina. Var suðurhluti þekjunnar orðinn laus og plötur farnar að fjúka.