Björgunarsveitir kallaðar út á Fáskrúðsfirði vegna veðurofsa

Björgunarsveitarmenn að störfum við höfnina á Fáskrúðsfirði í dag.
Björgunarsveitarmenn að störfum við höfnina á Fáskrúðsfirði í dag. mbl.is/Albert Kemp

Mjög mikið vatnsveður hefur verið á Fáskrúðsfirði í dag samhliða hvassviðri og hefur vindhraði farið í allt að 39 metra á sekúndu í hviðum. Um klukkan 14 var björgunarsveitin Geisli kölluð út til aðstoðar en þá voru svokölluð Hilmishús að byrja að fjúka við höfnina. Var suðurhluti þekjunnar orðinn laus og plötur farnar að fjúka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert