Það er mikill uppgangur á Akureyrarflugvelli þessi misserin. Flugsafn Íslands á Akureyri flutti í nýtt og glæsilegt 2.200 fermetra húsnæði fyrr á árinu og getur þar að líta margar sögufrægar vélar sem tengjast flugsögu Íslands nánum böndum. Vélarnar sem geymdar eru hverju sinni í safninu eru eigu ýmissa aðila, en undantekningalítið í flughæfu ástandi þótt þær séu komnar til ára sinna.