Friður í sálinni

„Það er af­skap­lega gam­an að fá að verða svona göm­ul og hafa fengið að virða fyr­ir sér heim­inn svona lengi og sjá hvað hann hef­ur breyst. Þetta er allt ann­ar heim­ur en þegar ég var ung en hann er alltaf ágæt­ur," seg­ir söng­kon­an, texta­höf­und­ur­inn og laga­höf­und­ur­inn Ingi­björg Þor­bergs sem er átt­ræð í dag.

Ingi­björg seg­ist hafa átt ein­stak­lega góðan fer­il. Hún seg­ir að starfið hafi alltaf skipt sig gríðarlega miklu máli. „Ég gifti mig til dæm­is seint af því ég mátti aldrei vera að því. Ég var hátt á fimm­tugs­aldri þegar ég gifti mig loks­ins. Ég hafði verið trú­lofuð áður ágæt­um manni en hann var ekk­ert hrif­inn af því að ég væri í tón­list­inni því hún tók svo mik­inn tíma. Ég gat svosem ekk­ert láð hon­um það. Svo gift­ist ég dá­sam­leg­um manni sem vann á út­varp­inu, Guðmundi Jóns­syni pí­anó­leik­ara. Við vor­um mjög ham­ingju­söm og erum enn. Mér finnst ég hafa komið miklu í verk sem listamaður. Mér hef­ur alltaf fund­ist ég verða að semja lög, ann­ars hefði ég ekki frið í sál­inni. En reynd­ar hef ég ekki samið nema tvö lög á þessu ári."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert