Full ástæða til að standa vaktina um innflytjendur

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tekur að mörgu leyti undir með Félagi ungra frjálslyndra, sem vill að tekin verði upp að nýju stjórnun á innstreymi farandverkamanna og nýbúa frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og hefur sent frá sér ályktun þess efnis.

FUF vill að farandverkamenn skili inn heilbrigðis- og sakarvottorði við komu til landsins. Þeir fái hér tímabundið atvinnu- og dvalarleyfi, atvinnurekendur sjúkratryggi þá að fullu og tekið verði hart á öllum brotum gegn réttindum launamanna. Settur verði árskvóti á fjölda nýbúa og hann miðist við aukalega getu ásamt vilja þjóðarinnar til mannfjölgunar. Nýbúaumsækjendur skili inn sjúkrasögu, heilbrigðis- og sakarvottorði og nýbúar fái fría íslensku- og þjóðarkennslu.

Guðjón A. Kristjánsson segir að ágætt sé að ungt fólk í Frjálslynda flokknum hugsi um þessi málefni og setji fram sínar hugsanir. Það hafi bent á mál sem þurfi mikla athygli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert