Icelandair skildi 30 golfsett eftir á Íslandi

„Ferðin breyt­ist bara í fjöl­skyldu­ferð, en átti að vera golf­ferð. Ég fer með fjöl­skyld­una í Disney-world og Seaworld í staðinn fyr­ir að fara út á golf­völl," seg­ir högg­lengsti kylf­ing­ur lands­ins, Ólaf­ur Már Sig­urðsson. Ólaf­ur er ásamt fjöl­skyldu sinni í Or­lando í Banda­ríkj­un­um þar sem hann ætlaði að spila golf, en hef­ur ekki farið út á völl vegna þess að Icelanda­ir láðist að flytja settið hans og 29 annarra kylf­inga sem ætluðu að spila golf í sól og sum­aryl í Or­lando.

Hóp­ur­inn kom út á þriðju­dag og á að fá golf­sett­in í dag. Ólaf­ur seg­ir mikla óánægju vera inn­an hóps­ins, þar sem nokkr­ir fóru gagn­gert út til þess að spila golf. „Það má líta þetta já­kvæðum aug­um," seg­ir hann. „Kon­an var alla­vega ekki ósátt við að settið væri skilið eft­ir."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert