Icelandair skildi 30 golfsett eftir á Íslandi

„Ferðin breytist bara í fjölskylduferð, en átti að vera golfferð. Ég fer með fjölskylduna í Disney-world og Seaworld í staðinn fyrir að fara út á golfvöll," segir högglengsti kylfingur landsins, Ólafur Már Sigurðsson. Ólafur er ásamt fjölskyldu sinni í Orlando í Bandaríkjunum þar sem hann ætlaði að spila golf, en hefur ekki farið út á völl vegna þess að Icelandair láðist að flytja settið hans og 29 annarra kylfinga sem ætluðu að spila golf í sól og sumaryl í Orlando.

Hópurinn kom út á þriðjudag og á að fá golfsettin í dag. Ólafur segir mikla óánægju vera innan hópsins, þar sem nokkrir fóru gagngert út til þess að spila golf. „Það má líta þetta jákvæðum augum," segir hann. „Konan var allavega ekki ósátt við að settið væri skilið eftir."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert