Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem

„Dýr­asta kremið hjá okk­ur er Radi­ance-kremið frá La Prairie á 45.500 krón­ur. Þetta merki hef­ur alltaf verið það dýr­asta, en nú eru önn­ur merki far­in að færa sig upp á skaftið með lúxuskrem­in," seg­ir Krist­ín Ein­ars­dótt­ir, eig­andi Sig­ur­bog­ans, aðspurð um aukn­ingu snyrti­vara á him­in­háu verði. Síðustu árin hafa dýr­ar snyrti­vör­ur rutt sér til rúms og í dag telst vart til tíðinda þegar kon­ur fjár­festa í krem­um fyr­ir tugi þúsunda.

„Kon­ur átta sig á því að þær eru með betri krem og meiri virkni í lúxuskrem­un­um. Það er ekki bara skellt á þetta dýru verði, held­ur eru rann­sókn­ir á bak við krem­in og dýr hrá­efni. Þær sem nota þessi krem vita að hverju þær ganga og velja þau því frek­ar," seg­ir Krist­ín en tek­ur fram að marg­ar haldi sig þó við ódýr­ari teg­und­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert