Milljónir í stöðumælasektir yfir Iceland Airwaves-hátíðina

Bíl­stæðasjóður rukkaði rúm­ar þrjár millj­ón­ir og 600 þúsund í stöðumæla­sekt­ir á meðan Ice­land Airwaves-tón­list­ar­hátíðin stóð yfir í miðbæ Reykja­vík­ur dag­ana 17. til 21. októ­ber.Bíla­stæðasjóður rukkaði 718.000 krón­ur á hverj­um degi hátíðar­inn­ar, en um 522.000 krón­ur hafa verið rukkaðar að meðaltali á dag á þessu ári. Reykja­vík­ur­borg styrk­ir fyr­ir­tækið Hr. Örlyg, sem skipu­legg­ur Ice­land Airwaves-hátíðina. Borg­in fær því hluta styrkj­anna til baka í gegn­um stöðumæla­sekt­ir.

Stöðumæla­brot voru tölu­vert fleiri en venju­lega á Ice­land Airwaves, en Kol­brún Jónatans­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bíla­stæðasjóðs, seg­ir það ekki endi­lega vera vegna hátíðar­inn­ar. „En það er þó hugs­an­legt þar sem mann­fjöld­inn eykst," seg­ir hún. „Þessi brot eru fram­in um alla borg, ekki bara í miðbæn­um."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert