Skepnum forðað undan flóði

Unnið hefur verið að því í uppsveitum Árnessýslu í dag að koma skepnum á örugg svæði undan flóði. Halldór Jónatansson, bóndi á Auðsholti, sagði að óhemju mikið vatn væri komið í ár á svæðinu og væri enn að vaxa þótt stytt hafi upp um tíma í dag. Er vatn farið að renna yfir afleggjarann að Auðsholti. Búið er að koma fé heim að bæjum í Auðsholti og einnig hafa hestar verið fluttir á örugg svæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert