Tillaga um að prestar verði vígslumenn staðfestrar samvistar hefur verið dregin til baka á Kirkjuþingi en samkvæmt tillögunni átti prestum Þjóðkirkjunnar, sem það kysu, að verða heimilt að vígja í staðfesta samvist, yrði trúfélögum veitt slík lagaheimild. Þetta kemur fram á vef Þjóðkirkjunnar.
Önnur tillaga um að prestar fái að staðfesta samvist er til umræðu á þinginu og verða atkvæði greidd um hana innan skamms. Sú tillaga var borin fram af biskup Íslands. Sá munur var á orðalagi þessara tveggja tillagna, að í tillögunni sem dregin hefur verið til baka er notað orðið vígsla.
Í þeiri tillögu var lagt til að auk blessunar yrði prestum Þjóðkirkjunnar sem þess óskuðu, einnig heimilt, með sama hætti og sýslumönnum og fulltrúum þeirra, að framkvæma staðfesta samvist. Þá var lagt til að Kirkjuþing 2007 samþykkti að helgisiðanefnd útbyggi form fyrir athöfnina.
Í tillögunni frá biskup segir, að ef lögum um staðfesta samvist verði breytt í þá veru að prestar fái heimild til að staðfesta samvist þá styðji Kirkjuþing það að prestum sem það kjósa verði það heimilt.