Tugir fjár drápust þegar flutningabíll valt

Tugir fjár drápust þegar fjárflutingabíll valt á hliðina.
Tugir fjár drápust þegar fjárflutingabíll valt á hliðina. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Ljóst er að tugir fjár drápust þegar fjárflutningabíll valt á heimreiðinni að Arnarstöðum í Helgafellssveit um kl. 14 í dag. Í bílnum voru um 200 kindur en bíllinn var að safna sláturfé í Helgafellsveit á vegum Sláturfélags Suðurlands og hafði náð í fé af fimm bæjum þegar slysið varð.

Bíllinn var á leið frá Arnarstöðum út á þjóðveginn þegar vegkantur gaf sig með þeim afleiðingum að bíllinn fór á hliðina.

Nú er verið að safna fénu sem lifði af og eru bílar á leiðinni að ná í það fé og eins að taka þeir kindur er drápust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert