Varaborgarfulltrúar fá 300 þúsund á mánuði

Fyrstu varamenn hvers framboðslista sem á fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur fá greidd föst grunnlaun, 297.415 krónur, sitji þeir í tveimur svokölluðum fyrsta flokks fastanefndum. Allar fyrsta flokks nefndir utan borgarráðs og skipulagsráðs funda aðra hverja viku. Varamennirnir eiga því rétt á tæpum 300 þúsund krónum fyrir að sitja einn fund í viku.

Ef viðkomandi varamenn sitja jafnframt í stjórnum fyrirtækja eða byggðarsamlaga sem borgin á aðild að fá þeir greitt sérstaklega fyrir það hjá viðkomandi fyrirtæki.

Óskar Bergsson, fyrsti varamaður Framsóknarflokksins, þiggur hæstu föstu mánaðarlaun varamannanna, eða 389.614 krónur. Auk grunnlaunanna fær hann 25 prósenta álag fyrir að gegna formennsku í framkvæmdaráði og sex prósenta álag fyrir að vera varamaður í borgarráði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert