Varaborgarfulltrúar fá 300 þúsund á mánuði

Fyrstu vara­menn hvers fram­boðslista sem á full­trúa í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur fá greidd föst grunn­laun, 297.415 krón­ur, sitji þeir í tveim­ur svo­kölluðum fyrsta flokks fasta­nefnd­um. All­ar fyrsta flokks nefnd­ir utan borg­ar­ráðs og skipu­lags­ráðs funda aðra hverja viku. Vara­menn­irn­ir eiga því rétt á tæp­um 300 þúsund krón­um fyr­ir að sitja einn fund í viku.

Ef viðkom­andi vara­menn sitja jafn­framt í stjórn­um fyr­ir­tækja eða byggðarsam­laga sem borg­in á aðild að fá þeir greitt sér­stak­lega fyr­ir það hjá viðkom­andi fyr­ir­tæki.

Óskar Bergs­son, fyrsti varamaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, þigg­ur hæstu föstu mánaðarlaun vara­mann­anna, eða 389.614 krón­ur. Auk grunn­laun­anna fær hann 25 pró­senta álag fyr­ir að gegna for­mennsku í fram­kvæmdaráði og sex pró­senta álag fyr­ir að vera varamaður í borg­ar­ráði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert