Bætist í úrkomu en þó ekki slegið októbermet

Frá Barcelona.
Frá Barcelona. mbl.is

Enn hefur bæst í úrkomuna á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring og er úrkoma mánaðarins nú orðin 166,4 mm. Úrkoma hefur verið óvenjumikil það sem af er október og hefur aldrei mælst jafnmikil úrkoma fyrstu 26 daga mánaðarins, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands. Ef ekkert rignir það sem eftir er mánaðarins lendir hann í 3. sæti yfir úrkomusama októbermánuði en úrkoma mánaðarins er enn minni en hún var í október á árunum 1904 og 1959.

Samanlögð úrkoma í september og það sem af er október í Reykjavík fram til þessa er einnig með því mesta sem mælst hefur í þessum mánuðum. Úrkoma hefur verið mikil um allt sunnan- og vestanvert landið og víða fyrir norðan er úrkoma einnig yfir meðallagi.

Samkvæmt veðurspám mun hins vegar draga úr úrkomu um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert