Í næsta mánuði koma um 800 fornmunir til Íslands sem hafa verið í geymslu í Svíþjóð í yfir 120 ár. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavöruður segir að þarna séu margir merkilegir hlutir og sumt sem ekki sé til hér á landi.
„Það verður mikill fengur að því að fá þetta til okkar og við gerum okkur vonir um að þetta opni leið til nýrrar þekkingarsköpunar,“ segir Margrét.
Gripirnir hafa ekki verið mikið rannsakaðir og hafa ekki verið til sýnis í Svíþjóð. Opnuð verður sýning á mununum í vor í Þjóðminjasafninu á þjóðhátíðardegi Svía.