Gæsluvarðhaldskröfu var í dag hafnað yfir konu sem handtekin var í Vestmannaeyjum í fyrradag vegna gruns um að hún hefði kveikt í íbúð sinni. Dómari tók sér í gær tæplega sólarhrings frest til að taka ákvörðun, kröfu um gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna var hafnað og var konan látin laus nú síðdegis.
Konan var í gær flutt frá Vestmannaeyjum til Selfoss með þyrlu svo hægt væri að færa hana fyrir dómara innan tilskilins frests, þar sem annað flug lá niðri vegna skyggnis.
Samkæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi hefur rannsókn málsins miðað vel, en er þó enn ekki lokið.