Evrópusambandið hefur fallist á að tengja áætlun sína um markað með losunarheimildir fyrir gróðurhúsalofttegundir við svipaðar áætlanir EFTA-ríkjanna þriggja, sem eiga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, Íslands, Noregs og Liechtenstein.
Reutersfréttastofan segir, að búið sé að ljúka samningum um að tengja viðskiptakerfi ESB um losun á koldíoxíði við samskonar kerfi í löndunum þremur. Eiga þá 30 ríki aðild að þessum markaði.