Salarkynni baðstaðarins við Bláa lónið tvöfaldast

mbl.is/Helgi Bjarnason

Dor­ritt Moussai­eff for­setafrú dáðist að list­ræn­um borðskreyt­ing­um úr ávöxt­um og græn­meti í veislu sem boðið var til í nýj­um sal­arkynn­um baðstaðar­ins við Bláa lónið í gær­kvöldi. For­seti Íslands var heiðurs­gest­ur sam­kom­unn­ar. Hús­næði baðstaðar­ins tvö­fald­ast með opn­un ný­bygg­ing­ar­inn­ar.

Mann­virki baðstaðar­ins eru nú 5500 fer­metr­ar að stærð og eru þau tvö­falt stærri en upp­haf­leg­ur baðstaður sem tek­inn var í notk­un á ár­inu 1999.

Sig­ríður Sigþórs­dótt­ir hjá VA arki­tekt­um er aðal­hönnuður ný­bygg­ing­ar Bláa Lóns­ins. Hún hannaði einnig upp­runa­lega baðstaðinn og hlaut Íslensku bygg­ing­ar­list­ar­verðlaun­in fyr­ir hönn­un Lækn­ingalind­ar Bláa Lóns­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka