Salarkynni baðstaðarins við Bláa lónið tvöfaldast

mbl.is/Helgi Bjarnason

Dorritt Moussaieff forsetafrú dáðist að listrænum borðskreytingum úr ávöxtum og grænmeti í veislu sem boðið var til í nýjum salarkynnum baðstaðarins við Bláa lónið í gærkvöldi. Forseti Íslands var heiðursgestur samkomunnar. Húsnæði baðstaðarins tvöfaldast með opnun nýbyggingarinnar.

Mannvirki baðstaðarins eru nú 5500 fermetrar að stærð og eru þau tvöfalt stærri en upphaflegur baðstaður sem tekinn var í notkun á árinu 1999.

Sigríður Sigþórsdóttir hjá VA arkitektum er aðalhönnuður nýbyggingar Bláa Lónsins. Hún hannaði einnig upprunalega baðstaðinn og hlaut Íslensku byggingarlistarverðlaunin fyrir hönnun Lækningalindar Bláa Lónsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka