Kjötsúpan yljar á fyrsta vetrardegi

mbl.is/Guðmundur Rúnar

Fjöldi fólks hefur í dag lagt leið á Skólavörðustíginn en þar er í dag kjötsúpudagurinn haldinn hátíðlegur líkt og fyrri ár. Skipulögð skemmtidagskrá hefur verið í götunni í dag og reyndist kjötsúpan vinsæl meðal vegfarenda, enda yljar hún í svölu góðviðrinu í Reykjavík á fyrsta vetrardag.

Hátíðin á hófst klukkan 14 með sérstakri hringingu frá Hallgrímskirkju. Þetta er fimmta árið sem haldið er upp á Kjötsúpudaginn á Skólavörðustígnum en þar hefur margt verið í boði fyrir alla fjölskylduna svo sem danssýning og harmonikkuleikur. Verslanir og veitingahús hafa boðið upp á fjölbreyttar uppákomur í tilefni dagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert