Í dag á fyrsta vetrardegi taka íslenskir sauðfjár- og grænmetisbændur höndum saman og bjóða fólki upp á kjötsúpu á Skólavörðustígnum líkt og undanfarin ár. Fyrstu súpunni verður ausið í skál við fangelsið á Skólavörðustíg klukkan 14, en tónlist og aðrar uppákomur standa frá klukkan 13.
Tímasett dagskráratriði á Skólavörðustígnum í dag
13.00. Sigrún Shanko útskýrir silkiverk sín tengd fornsögum.
13.45. Afrískur trommusláttur, ásláttarmenn frá Gíneu berja húðir við tilheyrandi dans.
14.00. Kjötsúpuaustur hefst með hefðbundinni afhendingu á Íslenskri kjötsúpu til fanga og varða á 9unni.
13.55. Klukknaspil frá Hallgrímskirkju.
14.00. Birna Þórðar verður með menningargöngu frá Hallgrímskirkju.
14.30. Tónleikar hjá 12 Tónum.
16.00. Listhús Ófeigs: opnun myndlistasýningar Jóns Baldvinssonar.