Naumlega bjargað úr ísköldum sjónum

Þórir Hans Svavarsson er að jafna sig eftir slysið.
Þórir Hans Svavarsson er að jafna sig eftir slysið. mbl.is/Kristín Ágústsdóttir

Betur fór en á horfðist þegar Þórir Hans Svavarsson datt milli skips og bryggju í Reyðarfjarðarhöfn á miðvikudag, en félagar hans björguðu honum á þurrt. Honum líður nú þokkalega og er þakklátur öllum þeim sem komu að björguninni.

„Ég missti fótanna þegar ég var að fara um borð og féll milli skips og bryggju," segir Þórir. „Ég meiddi mig á mjöðminni og fór á kaf við fallið. Gunnar [Oddsteinsson], skipsfélagi minn, kom og hélt mér uppi, en hann er útskrifaður." Gunnar fór á sjúkrahúsið um leið og Þórir þar sem hann fékk hjartaáfall og hneig út af eftir að Baldur Bragason, annar skipsfélagi, fór ofan í sjóinn og lyfti Þóri upp. Félagar hans hófu þá hjartahnoð á Gunnari og hringdu á Neyðarlínuna.

Þórir liggur enn á sjúkrahúsinu í Neskaupstað þar sem hann marðist svo illa við fallið að hann getur ekki stigið í annan fótinn. „Þegar ég get farið að komast um ætla ég að komast heim," segir Þórir en ekki var alveg ljóst hvenær það yrði. „Ég er mjög þakklátur og heill að segja má. Þó að ég sé aðeins skaddaður er ég þó lifandi." Þórir segir ljóst að ef félagar hans hefðu ekki verið nálægt hefði farið illa. „Af því að ég fór alveg á kaf, Gunnar rétt náði að grípa í höndina á mér," lýsir hann.

Þórir nefnir sérstaklega skipsfélaga sína á Stíganda VE 77, auk Baldurs og Gunnars, Ægi Ármannsson og Magna Hauksson sem tóku allir þátt í björguninni, ásamt Birgi Þór Sverrissyni, skipstjóra á Vestmannaey, sem líka lá við bryggju í Reyðarfjarðarhöfn er slysið varð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka