Neitað um líftryggingu

Sveinn Magnússon.
Sveinn Magnússon.

„Ég þekki mörg dæmi þess að einstaklingi hafi verið neitað um líftryggingu af þeirri ástæðu einni að hafa einhvern tímann á lífsleiðinni greinst með geðröskun," segir Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

Hann segir engu virðast skipta þótt viðkomandi séu ekki lengur veikir þegar þeir sækja um líftryggingu; fjölmörg dæmi séu um að einstaklingur fái ekki líftryggingu vegna andlegs sjúkdóms sem honum sé batnað af.

„Öfugt við þá sem eru með aðra sjúkdóma, t.d. sykursýki og hjartasjúkdóma, lenda þeir sem greinst hafa með geðröskun ekki í því að þurfa að greiða hærri iðgjöld. Þeim er einfaldlega ekki leyft að kaupa tryggingarnar," segir Sveinn, sem segir að eins og á öðrum sviðum þjóðfélagsins virðist innan tryggingafélaga ríkja fordómar í garð fólks með geðraskanir. „Þetta er einfaldlega brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert