Notaleg náttfatastemning hjá Sinfóníunni

Það njóta allir fjölskyldutónleikanna, jafnt flytjendur sem bangsar
Það njóta allir fjölskyldutónleikanna, jafnt flytjendur sem bangsar mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hún er nota­leg stemn­ing­in á fjöl­skyldu­tón­leik­um Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands sem nú standa yfir. Yf­ir­skrift tón­leik­anna er nátt­fatapartí og er tón­list­in sem flutt er tengd nótt­inni á einn eða ann­an hátt. Flytj­end­ur og stjórn­andi sveit­ar­inn­ar eru að sjálf­sögðu kld­d­ir nátt­föt­um og voru gest­ir hvatt­ir til að gera slíkt hið sama. Ókeyp­is var inn fyr­ir bangsa og brúður í fylgd með börn­um. Stjórn­andi á tón­leik­un­um er Finn­inn Esa Häkkilä og fylg­ir trúður­inn Barbara börn­un­um og hljóm­sveit­inni inn í drauma­heim­inn, þótt von­andi sé að eng­inn sofni á tón­leik­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert