Notaleg náttfatastemning hjá Sinfóníunni

Það njóta allir fjölskyldutónleikanna, jafnt flytjendur sem bangsar
Það njóta allir fjölskyldutónleikanna, jafnt flytjendur sem bangsar mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hún er notaleg stemningin á fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem nú standa yfir. Yfirskrift tónleikanna er náttfatapartí og er tónlistin sem flutt er tengd nóttinni á einn eða annan hátt. Flytjendur og stjórnandi sveitarinnar eru að sjálfsögðu klddir náttfötum og voru gestir hvattir til að gera slíkt hið sama. Ókeypis var inn fyrir bangsa og brúður í fylgd með börnum. Stjórnandi á tónleikunum er Finninn Esa Häkkilä og fylgir trúðurinn Barbara börnunum og hljómsveitinni inn í draumaheiminn, þótt vonandi sé að enginn sofni á tónleikunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert