OR vill tryggja sig til framtíðar

Hús Osta- og smjörsölunnar.
Hús Osta- og smjörsölunnar.

Orkuveita Reykjavíkur (OR) er með það til skoðunar að kaupa hús og lóð Osta- og smjörsölunnar sem er staðsett við hlið höfuðstöðva OR. Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, segir málið hafa verið kynnt fyrir fyrri stjórn fyrirtækisins, sem nú sé hætt, og að hún hafi tekið jákvætt í hugmyndina.

„Þessar þreifingar hafa staðið yfir í töluverðan tíma. Við höfum hitt þá af og til í ábyggilega heilt ár. Þeir eru ákveðnir í að flytja." Að sögn Hjörleifs hefur þó engin ákvörðun verið tekin um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka