OR vill tryggja sig til framtíðar

Hús Osta- og smjörsölunnar.
Hús Osta- og smjörsölunnar.

Orku­veita Reykja­vík­ur (OR) er með það til skoðunar að kaupa hús og lóð Osta- og smjör­söl­unn­ar sem er staðsett við hlið höfuðstöðva OR. Hjör­leif­ur Kvar­an, for­stjóri OR, seg­ir málið hafa verið kynnt fyr­ir fyrri stjórn fyr­ir­tæk­is­ins, sem nú sé hætt, og að hún hafi tekið já­kvætt í hug­mynd­ina.

„Þess­ar þreif­ing­ar hafa staðið yfir í tölu­verðan tíma. Við höf­um hitt þá af og til í ábyggi­lega heilt ár. Þeir eru ákveðnir í að flytja." Að sögn Hjör­leifs hef­ur þó eng­in ákvörðun verið tek­in um málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert