Skátar taka á móti forsetamerkinu á Bessastöðum

Forsetinn afhenti 27 skátum forsetamerkið í dag
Forsetinn afhenti 27 skátum forsetamerkið í dag mbl.is/Jón Svavarsson

27 skátar, 18 ára og eldri, tóku í dag á móti forsetamerkinu, sem er síðasta merkið sem skátar fá í skátadagskránni. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti forsetamerkið við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Skátarnir hafa unnið markvisst að því að fá forsetamerkið í 2 ár, m.a. farið í útilegur, fjallaferðir og lært hjálp í viðlögum. Nú eru ungmennin tilbúin til að taka þátt í enn frekari verkefnum, hjálparsveitarstarfi og foringjastörfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert