„Þýðir ekkert að segja: ég er bara fúskari!"

„Mín ráðlegging er sú að þegar gallar koma upp eigi fólk strax að fara og útvega sér lögfræðiaðstoð. Það borgar sig ekki að bíða eftir annars konar úrlausn," segir Magnús Sædal, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Sagt var frá því í Morgunblaðinu í gær að byggingarhraðinn hér á landi væri kominn að þanmörkum og jafnvel yfir þau fyrir löngu og hefur það orðið til þess að sífellt fleiri og meiri gallar koma upp í nýbyggingum.

„Þegar byggingarhraðinn er orðinn þannig að menn fara hraðar en fæturnir bera þá getur það leitt til alls konar galla," segir Magnús. "Leki er bara ein hliðin á göllum, alls konar aðrir gallar geta líka komið upp þegar of hratt er farið."

Fyrst þarf að skilgreina gallann

Hönnuður ber ábyrgð á hönnun sinni en ef henni er breytt ber sá sem breytir ábyrgð á því og þegar gallar koma upp þarf að byrja á því að skilgreina hvers eðlis þeir eru og hver ber ábyrgðina. "Stundum þarf jafnvel að rífa upp byggingarhluta til að sjá hvort farið var eftir teikningum hönnuðar eða hvort breytt var út af þeim," segir Magnús. Af þessum sökum geti málin orðið gríðarlega flókin og verði oft ekki leyst nema fyrir dómstólum.

Langan tíma getur tekið að fá úrlausn gallamála. Magnús segir að oft sé fólki haldið rólegu með því að byggjandi segist alveg vita hvað um er að ræða og hann muni leysa málið, en Magnús ráðleggur fólki í öllum tilfellum að byrja á því að útvega lögfræðiaðstoð. Þegar byggt er hratt er rekið á eftir hönnuðum, á eftir embætti byggingarfulltrúa og í raun er rekið á eftir á öllum stigum. „Það gerist aldrei neitt nógu hratt hjá okkur! Svo situr fólk uppi með skaðann og það eru sko engir smápeningar sem fara í súginn í svona málum."

Lokaúttekt sleppt

Í hnotskurn
» Langan tíma getur tekið að fá úrlausn vegna gallamála. Iðnmeistari, hver á sínu sviði, ber ábyrgð á sínu fagi, s.s. vegna raflagna, pípulagna og múrverks.
» Ef hönnun er breytt ber sá sem breytir ábyrgðina.
» Í skipulags- og byggingarlögum segir að áður en hús er tekið í notkun skuli gerð á því úttekt með tilliti til öryggis og heilsu manna.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert