Tvöföld forsetalaun í 100 daga

Skattgreiðendur borga tvöföld forsetalaun í hvert skipti sem forseti Íslands fer til útlanda. Ástæðan er sú að handhafar forsetavalds njóta samanlagt sömu launa og forseti lýðveldisins þegar þeir fara með forsetavaldið, samkvæmt lögum um laun forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur verið erlendis 98 daga það sem af er árinu.

Í fyrra var forsetinn erlendis í 102 daga, samkvæmt auglýsingum í Lögbirtingarblaðinu. Laun forseta eru 1.771.415 krónur á mánuði. Því hafa handhafar forsetavalds fengið um tvær milljónir kr. hver í laun á ári síðustu tvö ár vegna fjarveru forseta, samanlagt um sex milljónir króna.

Í fjarveru forseta fara handhafar forsetavalds með vald forseta samkvæmt 8. grein stjórnarskrárinnar. Jafnvel þegar forseti fer til útlanda í einn dag gildir þessi regla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert