Fjöldi óhappa í nótt vegna ölvunar og hálku

mbl.is/Júlíus

Mikið var um um­ferðaró­höpp á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt, en mik­il hálka var Reykja­vík í nótt. Tólf árekstr­ar og óhöpp hafa orðið frá því á miðnætti en þar af eru fimm grunaðir um ölv­un eða lyfja­akst­ur. Eng­in al­var­leg slys hafa orðið á mönn­um, en lög­regla seg­ir um mikið eigna­tjón að ræða.

Sá sem grunaður er um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna ók um þrjú­leytið á um­ferðarljós á Grens­ás­vegi, hann hélt svo áfram ferðinni á mikið skemmd­um bíln­um á öf­ug­um veg­ar­helm­ingi og ók á strætó­skýli. Maður­inn var flutt­ur á slysa­deild, en þar lét hann öll­um ill­um lát­um að sögn lög­reglu og veitt­ist að sjúkra­flutn­inga­mönn­um. Hann var svo flutt­ur á lög­reglu­stöð þar sem hann er enn, og verður hann yf­ir­heyrður síðar í dag.

Þá ók einn á stjórn­kassa fyr­ir um­ferðarljós á mót­um Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Miklu­braut­ar, sá hljóp á brott en náðist á hlaup­um við Kringl­una. Hann varðist hand­töku en náðist og er nú í haldi lög­reglu og verður yf­ir­heyrður í dag.

Enn einn ölvaður ökumaður sem stolið hafði nýj­um bíl frá bílaum­boði hafði litla stjórn á bíln­um í hálk­unni og ók utan í bíla þar sem hann var að reyna bíl­inn í hálk­unni við Höfðabakka í nótt, hann varð sér líkt og aðrir ölvaðir öku­menn í nótt úti um ókeyp­is gist­ingu.

Nokk­ur er­ill var í miðbæn­um í nótt vegna ölv­un­ar og til­kynnt um nokkr­ar lík­ams­árás­ir þar sem m.a. dyra­verðir urðu fyr­ir barðinu á ölvuðum öld­ur­húsa­gest­um. Þá voru fjór­tán hand­tekn­ir fyr­ir brot á lög­reglu­samþykkt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert