Svaf af sér utanlandsferðina

Einn flug­f­arþegi á leið úr land­inu var hand­tek­inn í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar í dag en sá svaf áfeng­is­svefni í brott­far­ar­sal flug­stöðvar­inn­ar. Seg­ir lög­regl­an á Suður­nesj­um, að farþeg­inn hafi fengið að sofa leng­ur í fanga­klefa lög­regl­unn­ar.

Tvö hálkuó­höpp urðu seinni hluta dags í um­ferðinni á Suður­nesj­um í dag. Á Reykja­nes­braut við Fitj­ar lenti bif­reið á ljósastaur og á Blika­braut hafnaði bif­reið inni í garði. Eng­in slys urðu á fólki en nokkr­ar skemmd­ir urðu á öku­tækj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert