Tvær vélar hættu við lendingu í Keflavík vegna ísingar á brautum

Frá Keflavíkurflugvelli í nótt þar sem flugvél fór út af …
Frá Keflavíkurflugvelli í nótt þar sem flugvél fór út af brautinni. vf.is/Páll Ketilsson

Tvær vélar sem lenta áttu á sjötta tímanum í morgun, frá Orlando og Minneapolis þurftu að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli vegna óhagstæðra lendingarskilyrða, en þar snjóaði í nótt og hefur verið mikil ísíng á brautum. Vélarnar lentu á Egilsstöðum og biðu meðan brautir voru hreinsaðar, önnur þeirra er þegar lent í Keflavík en von er á hinni klukkan 10:20.

Tvær vélar sem lenda áttu á svipuðum tíma biðu og hringsóluðu yfir flugvellinum meðan brautirnar voru hreinsaðar og lentu svo í morgun.

Ísing á brautunum hefur valdið usla og töfum í nótt og í morgun. Í nótt rann farþegaflugvél út af flugbraut í Keflavík þegar verið var að aka henni inn á hliðarbraut eftir lendingu, engan sakaði, en talið er að hálka hafi valdið slysinu.

Þá hefur flug tafist vegna þess að hægt gengur að hreinsa ísingu af brautum svo hægt sé að lenda vélum og taka á loft.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert