Á 186 km hraða á Jökuldal

Ökumaður var stöðvaður eft­ir að hann varð upp­vís að ofsa­akstri á þjóðvegi 1 á Jök­ul­dal aðfar­arnótt laug­ar­dags­ins. Mæld­ist bíll manns­ins á 186 km hraða og seg­ir lög­regl­an á Seyðis­firði, að þetta sé mesti hraði öku­tæk­is, sem mæld­ur hafi verið hjá embætt­inu. Eldra „metið" var 159 km hraði.

Ökumaður­inn var í fram­hald­inu svipt­ur öku­rétt­ind­um í þrjá mánuði. Þá var ann­ar ökumaður tek­inn fyr­ir ölv­un við akst­ur á sunnu­dags­kvöld í um­dæmi lög­regl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert