Barrfinkur í hópum

Barrfinkur
Barrfinkur Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson

Fugla­áhuga­menn hafa aldrei séð annað eins af barrf­inku hér á landi og síðustu daga. Barrf­inka er frek­ar sjald­gæf­ur fugl og árið 2002 höfðu aðeins 209 slík­ir fugl­ar sést hér á landi svo staðfest væri. Á síðustu dög­um hafa sést vel á fimmta hundrað barrf­ink­ur og Brynj­úlf­ur Brynj­ólfs­son, hjá Fugla­at­hug­un­ar­stöð Suðaust­ur­lands á Höfn í Hornafirði, tel­ur lík­legt að það séu yfir þúsund barrf­ink­ur á land­inu.

"Það hef­ur farið af stað ganga vest­ur um Evr­ópu því að mikið af barrf­ink­um hef­ur fund­ist á skosku eyj­un­um og hér á landi. Það er áætlað að um 150 barrf­ink­ur hafi verið í Múla­koti í gær."

Brynj­úlf­ur tel­ur að ástæðan fyr­ir því að barrf­ink­ur hafi leitað til Íslands sé fæðuskort­ur. Hann tel­ur ágæt­ar lík­ur á að fugl­arn­ir geti lifað af vet­ur­inn. Þeir éti fræ sem nóg sé af hér á landi. "Við trú­um því að næsta vor verði tals­vert mikið varp hjá barrf­ink­um. Þær hafa orpið hér áður, t.d. á Tuma­stöðum sl. 3-4 ár."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert