Farbann staðfest vegna Kárahnjúkamáls

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest úr­sk­urð Héraðsdóms Aust­ur­lands, að er­lend­ur maður, sem teng­ist starfs­manna­leig­unni NCL og GT verk­tök­um, sæti far­banni til 6. nóv­em­ber.

Í grein­ar­gerð rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir, að maður­inn sé m.a. grunaður um að hafa boðið er­lend­um starfs­mönn­um fyr­ir­tækj­anna fé ef þeir færu taf­ar­laust úr landi og gæfu eng­ar frek­ari skýrsl­ur hjá lög­reglu en menn­irn­ir störfuðu við Kára­hnjúka­virkj­un. Þá hafi maður­inn og fé­lagi hans hótað því að sverta nöfn starfs­mann­anna gagn­vart öðrum fyr­ir­tækj­um hér­lend­is sem og er­lend­is. Í kjöl­far þessa hafi átta af starfs­mönn­un­um yf­ir­gefið landið.

Seg­ir rík­is­lög­reglu­stjóri, að rök­studd­ur grun­ur leiki á að til standi að senda mann­inn úr landi, en fé­lagi hafi yf­ir­gefið landið í flýti dag­inn eft­ir að kæra vegna meintra hót­ana og mútu­greiðslna barst lög­reglu.

Upp­haf máls­ins er, að AFL, starfs­greina­fé­lagi, fékk um síðustu mánaðamót tölvu­póst, und­ir­ritaðan af 10 starfs­mönn­um starfs­manna­leig­unn­ar NCL, sem leigði starfs­menn til GT verk­taka. Í póst­in­um var full­yrt, að gögn sem af­hent hafi verið Vinnu­mála­stofn­un af hálfu GT verk­taka vegna eft­ir­lits­hlut­verks stofn­un­ar­inn­ar, hafi verið röng. Meðal ann­ars hafi fram­lagðir ráðning­ar­samn­ing­ar ekki verið í sam­ræmi við raun­veru­leg launa­kjör þar sem menn­irn­ir hafi t.d. ekki fengið greitt fyr­ir yf­ir­vinnu og vakta­vinnu.

Vinnu­mála­stofn­un kærði málið til sýslu­manns­ins á Seyðis­firði 4. októ­ber og var þar óskað eft­ir lög­reglu­rann­sókn á því hvort um­rædd gögn, sem hefðu verið lögð fram af hálfu GT verk­taka til stofn­un­ar­inn­ar hafi verið fölsuð. Sama dag bars kæra lög­manns AFLs hönd 13 er­lendra starfs­manna GT verk­taka vegna ætlaðra brota fyr­ir­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins eða NCL gegn starfs­mönn­un­um.

Í kær­unni var óskað eft­ir rann­sókn á því hvort starfs­menn­irn­ir hafi á ein­hvern hátt verið neydd­ir með ólög­mæt­um hót­un­um til að skrifa und­ir skjöl þess efn­is að þeir hafi fengið mun hærri launa­greiðslur frá GT verk­tök­um en þeir hefðu í raun og veru gert. Fram kem­ur í úr­sk­urði Héraðsdóms Aust­fjarða, að sam­kvæmt framb­urðar­skýrsl­um, sem liggi fyr­ir í mál­inu, hafi maður­inn, sem nú er í far­banni, auk ann­ars manns séð um að af­henda starfs­mönn­un­um laun sín og láta þá kvitta fyr­ir mót­töku á um­rædd skjöl. Þannig hafi hann mögu­lega gerst sek­ur um hlut­deild í skjala­broti.

Þann 7. októ­ber sendi lögmaður AFLs aðra kæru til sýslu­manns­ins á Seyðis­firði þar sem tveir full­trú­ar fyr­ir­tækj­anna tveggja eru sakaðir um að hafa boðið starfs­mönn­un­um fé ef þeir færu taf­ar­laust úr landi og gæfu eng­ar frek­ari skýrsl­ur hjá lög­reglu vegna mál­anna. Þá hafi þeir hótað því að sverta nöfn starfs­mann­anna gagn­vart öðrum fyr­ir­tækj­um hér­lend­is sem og er­lend­is. Í kjöl­far þessa hafi átta af starfs­mönn­un­um yf­ir­gefið landið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert