Háfell sér um jarðvinnu fyrir verslun Bauhaus á Íslandi

Frá framkvæmdum á lóð Bauhaus við Lambahagaveg
Frá framkvæmdum á lóð Bauhaus við Lambahagaveg

Nýverið skrifuðu Jóhann Gunnar Stefánsson, framkvæmdastjóri Háfells, og Stefan Bohn, verkefnisstjóri framkvæmdadeildar Bauhaus AG, undir samstarfssamning um jarðvinnu vegna væntanlegrar byggingar Bauhaus á lóð þeirra við Lambahagaveg 2-4 undir Úlfarsfelli í Reykjavík.

Um er að ræða alla jarðvinnu fyrir 21.500 m2 byggingavöruverslun sem þarna mun rísa auk jarðvinnu við lóðina sem er um 41.000 m2. Vinna Háfells felst í að grafa og flytja í burtu allt óburðarhæft efni, sprengja klöpp og fylla undir hús og bílastæði. Áætlað er að vinnu Háfells ljúki í febrúar 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert