Ísing olli því að ekki náðist fullur jafnþrýstingur í vél Flugfélags Íslands

Fokker Flugfélags Íslands.
Fokker Flugfélags Íslands. mbl.is/Þorkell.

Ísing sem myndaðist við hurðina á farþegainngangi Fokkervélar Flugfélags Íslands olli því að ekki náðist fullur jafnþrýstingur í vélinni er komið var í farflugshæð á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur í morgun. Því varð að lækka flugið, en ekki er talið að hætta hafi verið á ferðum og ekki var um bilun að ræða.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, tjáði mbl.is að þegar vélin kom til Reykjavíkur hefði ísingin verið hreinsuð úr falsi hurðarinnar og vélin væri farin í næsta flug. Ekki hefði verið um að ræða neina bilun í vélinni. Líklega hefði verið raki á milli stafs og hurðar, og þegar vélin var komin í fulla hæð myndaðist þar ísing sem olli því að dyrnar héldu ekki þrýstingi. Því var flugið lækkað lítið eitt og flogið á leiðarenda í minni hæð.

Að sögn farþega í ferðinni varð nokkur hávaði í vélinni áður en flugið var lækkað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert