Íslensk flugvél notuð við ólöglegan flutning barna

00:00
00:00

Farþega­flug­vél sem nota átti til að flytja 103 börn frá Tsjad til Frakk­lands í gær, og yf­ir­völd í Frakklandi og Tsjad hafa lýst sem ólög­legu at­hæfi, er á ís­lensk­um skrán­ing­ar­núm­er­um og í eigu Loft­leiða Icelandic, dótt­ur­fé­lags Icelanda­ir. Vél­in er hins veg­ar rek­in á grund­velli flugrekstr­ar­skír­tein­is spænska flug­fé­lags­ins Girjet sem leig­ir vél­ina af Loft­leiðum Icelandic til þriggja ára í svo­kallaðri þurr­leigu. Aðeins vél­in sjálf er leigð til spænska fé­lags­ins sem ber ábyrgð á flugrekstr­in­um á leigu­tím­an­um og ann­ast all­an rekst­ur vél­ar­inn­ar.

Af þess­um sök­um seg­ir Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, að rann­sókn yf­ir­valda í Tsjad muni ekki hafa áhrif á starf­semi Loft­leiða Icelandic.

Flugvélin Boeing 757 með skráningarnúmerið TF-LLZ er í eigu Loftleiða.
Flug­vél­in Boeing 757 með skrán­ing­ar­núm­erið TF-LLZ er í eigu Loft­leiða. Reu­ters
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka