Farþegaflugvél sem nota átti til að flytja 103 börn frá Tsjad til Frakklands í gær, og yfirvöld í Frakklandi og Tsjad hafa lýst sem ólöglegu athæfi, er á íslenskum skráningarnúmerum og í eigu Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair. Vélin er hins vegar rekin á grundvelli flugrekstrarskírteinis spænska flugfélagsins Girjet sem leigir vélina af Loftleiðum Icelandic til þriggja ára í svokallaðri þurrleigu. Aðeins vélin sjálf er leigð til spænska félagsins sem ber ábyrgð á flugrekstrinum á leigutímanum og annast allan rekstur vélarinnar.
Af þessum sökum segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að rannsókn yfirvalda í Tsjad muni ekki hafa áhrif á starfsemi Loftleiða Icelandic.