„Morgunninn byrjaði næstum því með slagsmálum“

00:00
00:00

Það er óhætt að segja að það hafi verið hama­gang­ur á dekkja­verk­stæði N1s í morg­un en þegar verk­stæðið opnaði kl. átta var þegar far­in að mynd­ast biðröð. Er frétta­menn bar að garði upp úr kl. 10 var kom­in þriggja tíma röð að sögn sölu­stjóra dekkja­verk­stæðis­ins. Hann seg­ist jafn­framt hafa þurft að stilla til friðar í morg­un en það lá við handa­lög­mál­um er viðskipta­vin­ir verk­stæðis­ins fóru að ríf­ast um það hver væri fyrst­ur.

Ásgrím­ur Reisen­hus, sölu­stjóri N1s á Rétt­ar­hálsi, seg­ir ástandið vera það sama ár eft­ir ár. Íslend­ing­ar vilji all­ir skipta um dekk þegar snjór­inn komi.

Hann seg­ir aðspurður að þeim fari fækk­andi sem aka á nögl­um inn­an­bæjar. Öðru máli gegni með þá sem séu mikið á ferðinni úti á landi og bregða þeir ekki út af van­an­um og láta setja nagla­dekk und­ir hjá sér.

Sem fyrr seg­ir hef­ur mynd­ast löng röð fyr­ir fram­an dekkja­verk­stæðið og seg­ir Ásgrím­ur að lög­regl­an hafi komið og gert at­huga­semd­ir vegna henn­ar. Hann seg­ir það vissu­lega rétt að þetta skapi hættu, en hann bend­ir á að þetta sé eng­in ný­lunda. Menn stefni hins­veg­ar að því að leysa málið hratt og ör­ugg­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert