Hugbúnaðarráðuneyti?

Elea Network, sem er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki, er að íhuga hvort það muni stefna íslenska ríkinu fyrir brot á samkeppnislögum en fyrirtækið telur að þróun Hagstofunnar og Seðlabanka Íslands á tölvukerfum, sem eru sambærileg við það kerfi sem Elea hefur lokið við, feli í sér brot á samkeppnislögum.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Valdimar Kristjánsson, tæknistjóri Elea Network, að ríkið stundaði gríðarlega umfangsmikla hugbúnaðarþróun sem færi fram í ýmsum ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum. Þessi ríkisrekni hugbúnaðariðnaður væri umfangsmeiri en sá einkarekni. "Ef þeir ætla að stunda hugbúnaðarþróun þá ættu þeir að sjálfsögðu að stofna hugbúnaðarþróunarráðuneyti og setja á laggirnar stofnun sem gerði ekkert annað," sagði Valdimar. Í staðinn færi þróunin fram vítt og breitt innan opinbera kerfisins með tilheyrandi óhagræði. Kerfið sem Elea Networks hefur hannað er sérhæft fyrir hagstofur og seðlabanka. Um þrjú ár eru síðan kerfið var tilbúið en enn hefur hvorki Hagstofan né Seðlabankinn fest á því kaup. Valdimar sagði engan vafa leika á því að kerfi Elea hefði yfirburði yfir innanhússkerfi þessara stofnana. Þá væri það í hæsta máta óeðlilegt að eftir kynningarfundi með Elea hefðu þessar stofnanir ítrekað auglýst eftir forriturum til að vinna að smíði sambærilegra tölvukerfa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert