Björgunarsveitarmenn á Ísafirði voru kallaðir út um helgina vegna hunds sem talið var að væri í sjálfheldu í Eyrarfjalli. Þegar björgunarsveitarmenn komu á staðinn reyndist það vera eigandi hundsins, en ekki skepnan sjálf, sem var kominn í sjálfheldu eftir að hafa reynt að koma hundinum til bjargar en að sögn lögreglu eigandinn afar illa skóaður.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Vestfjörðum hafði hundurinn flúið til fjalla þegar flugeldasýning fór fram á laugardagskvöld í tengslum við menningarhátíðina Veturnætur. Þrátt fyrir að hafa verið úti um nóttina var hundurinn í ágætu standi þegar hann komst í hendur eiganda síns.