Leitað að jólaskrauti afa og ömmu

Þótt enn séu 54 dagar til jóla ríkir sannkölluð hátíðarstemning í versluninni Jólagarðinum í Eyjafirði, en þar verða jólin haldin hátíðleg í 12. sinn í desember nk. Í versluninni er bæði hægt að kaupa innfluttar jólavörur sem og vörur frá íslensku handverksfólki. Eigandi verslunarinnar segir gamla stílinn eiga upp á pallborðið hjá Íslendingum í dag.

Benedikt Ingi Grétarsson, sem á og rekur verslunina ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Heiðarsdóttur, kveðst vera fullur tilhlökkunar þessar síðustu vikur fyrir jól, en þá fer hann upp á háaloft til að sækja sitt eigið skraut.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert