Nýr her til Keflavíkur

Hjálpræðisherinn
Hjálpræðisherinn mbl.is/Árni Sæberg

Hjálp­ræðis­her­inn er nú kom­inn til Reykja­nes­bæj­ar. Þetta er sögu­leg­ur viðburður í 113 ára sögu Hjálp­ræðis­hers­ins á Íslandi. Síðustu 20 árin hef­ur Her­inn á Íslandi starfað aðeins í Reykja­vík, á Seltjarn­ar­nesi og á Ak­ur­eyri. Á fyrri árum einnig á Ísaf­irði, Hafnafirði, Seyðis­firði og Sigluf­irði.

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að kaf­tein­arn­ir Ester Daní­els­dótt­ir og Wou­ter van Gooswilli­g­en eru flutt til Reykja­nes­bæj­ar frá Nor­egi þar sem þau hafa fengið í verk­efni að hefja starf Hjálp­ræðis­hers­ins.

Að því til­efni verður hald­in „Gospel Hátið” á Keilu­svæðinu í hús­næði „932” á vell­in­um næst­kom­andi sunnu­dag. Munu þar fram koma gospel­hóp­ur­inn “Briga­den” frá Nor­egi og hinn ný­stofnaði Gospelkór Hjálp­ræðis­hers­ins á Reykja­nesi: „Kick”.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert