Nýr her til Keflavíkur

Hjálpræðisherinn
Hjálpræðisherinn mbl.is/Árni Sæberg

Hjálpræðisherinn er nú kominn til Reykjanesbæjar. Þetta er sögulegur viðburður í 113 ára sögu Hjálpræðishersins á Íslandi. Síðustu 20 árin hefur Herinn á Íslandi starfað aðeins í Reykjavík, á Seltjarnarnesi og á Akureyri. Á fyrri árum einnig á Ísafirði, Hafnafirði, Seyðisfirði og Siglufirði.

Í fréttatilkynningu kemur fram að kafteinarnir Ester Daníelsdóttir og Wouter van Gooswilligen eru flutt til Reykjanesbæjar frá Noregi þar sem þau hafa fengið í verkefni að hefja starf Hjálpræðishersins.

Að því tilefni verður haldin „Gospel Hátið” á Keilusvæðinu í húsnæði „932” á vellinum næstkomandi sunnudag. Munu þar fram koma gospelhópurinn “Brigaden” frá Noregi og hinn nýstofnaði Gospelkór Hjálpræðishersins á Reykjanesi: „Kick”.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert